Kirsuber og möndlur í blóma

  • Vor / Spring

    Kirsuber í blóma snemmvors, hvað er fegurra en það?  Allavega er þetta töfrum slegið í mínum huga sem ólst upp við gluggaveður í mars heima á Íslandi.Fallegt veður en ískalt og enginn gróður farinn að lifna úti við. Hér í suðrinu sem ég dvel núna þennan marsmánuð blómstra kirsuberja- og möndlutrén eins og þau eigi lífið að leysa, sem þau eiga sjálfsagt því þau gera þetta ekki að gamni sínu heldur til að auka kyn sitt. Það sem heillar mig er ekki einungis fegurð blómanna og magn heldur að þetta eru dýrindis nytjaplöntur sem gefa þá bestu ávexti sem hugsast getur, kirsuber og möndlur. Hvílík lífsgæði sem þessi tré eru okkur mönnunum á alla lund.

    Cherry blossoms in early spring, is there anything more beautiful? It´s magical to me, as someone who grew up in Iceland where winter still reigns in March. The weather - though often beautiful - is freezing cold and the vegetation still lies dormant, waiting to come to life. This year I spend March in the south of France where I am experiencing real and true spring with the abundance of cherry and almond blossoms. What fascinates me is not only the beauty and quantity of the flowers but how these plants are both delicious and useful, producing the best fruits imaginable: cherries and almonds. It’s a wonder how these trees improve the quality of life  for us humans.